Verðbólga minni en spár sýndu

mbl.is/Eggert

Seðlabankinn segir í Peningamálum, að verðbólga hafi aukist hratt undanfarna mánuði, en þó hægar en reiknað var með í spá Seðlabankans sem birtist í  byrjun nóvember sl. eftir hrun stóru bankanna.

Segir bankinn, að þetta sé athyglisvert í ljósi þess að gengi krónunnar hafi verið lægra en gert var ráð fyrir í spánni. Atvinnuleysi hafi aukist hraðar en spáð var, sem gæti bent til hraðari og meiri samdráttar eftirspurnar en spáð var í nóvember.

Gengi krónunnar lækkaði mikið í nóvember, en lækkunin gekk að nokkru leyti til baka í desember eftir að millibankamarkaður með gjaldeyri var endurreistur og takmarkanir á almennum viðskiptatengdum gjaldeyrisviðskiptum voru felldar úr gildi, en sveiflur voru miklar. Það sem af er ári hefur gengi krónu styrkst, en verið lægra en reiknað var með í nóvemberspánni.

Hratt mun draga úr verðbólgu á árinu

Bankinn segir, að horfur séu á að verðbólga nái hámarki á fyrsta fjórðungi þessa árs og verði þá á bilinu 18-19%, eða u.þ.b. 4 prósentum minni en spáð var í nóvember. Mjög dregur úr mánaðarlegri verðbólgu og í apríl mun að líkindum draga umtalsvert úr tólf mánaða verðbólgunni. Spáir bankinn því að verðbólgan þannig mæld verði komin niður í u.þ.b. 2½% að ári.

Seðlabankinn gerir síðan ráð fyrir, að verðbólga fari tímabundið niður fyrir verðbólgumarkmiðið árið 2010, en rísi á ný að markmiðinu þegar líður á árið 2011. 

„Markmið peningastefnunnar eru áframhaldandi styrking krónunnar og minnkun gengissveiflna. Gengisþróun ræðst sem stendur einkum af þróun utanríkisviðskipta og vaxtagreiðslna. Mikil óvissa er hins vegar um það hversu háir stýrivextir þurfa að vera til að styðja gengi krónunnar eftir að höft á gjaldeyrisviðskiptum verða afnumin. Þegar dregur úr verðbólgu verður að líkindum hægt að lækka þá ört án þess að tefla gengisstöðugleika í tvísýnu. Verðbólgan er nú nánast eingöngu drifin áfram af gengisbreytingum. Hún mun því hjaðna hratt um leið og krónan styrkist og gæti horfið að mestu leyti á árinu," segir Seðlabankinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK