Alls fengu þeir þrír sem gegndu starfi forstjóra Eimskip á síðasta rekstrarári 1.280 þúsund evrur í laun. Miðað við gengi evru í dag eru þetta tæplega 191 milljón króna.
Rekstrarárinu lauk þann 31. október sl. en Baldur Guðnason sem fékk 505 þúsund evrur í laun, 75,3 milljónir króna, lét af störfum í febrúar 2008. Stefán Ágúst Magnússon, sem tók við starfi forstjóra í febrúar og gegndi því þar til Gylfi Sigfússon tók við starfinu í maí, fékk 587 þúsund evrur, 87,5 milljónir króna, í laun á rekstrarárinu. Gylfi fékk 188 þúsund evrur, 27,9 milljónir króna, í laun á rekstrarárinu.
Stefán Ágúst var áður aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskips áður en hann tók við forstjórastarfinu. Hann lét af störfum hjá félaginu þegar Gylfi tók við forstjórastarfinu í maí í fyrra. Gylfi hefur starfað hjá Eimskipafélaginu og tengdum fyrirtækjum í átján ár.