Stjórn Kaupþings: Engin ákvörðun um ábyrgðir verið tekin

Kaupþing. Stjórn Nýja Kaupþings hefur enn ekki tekið ákvörðun um …
Kaupþing. Stjórn Nýja Kaupþings hefur enn ekki tekið ákvörðun um niðurfellingu ábyrgða. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stjórn Kaupþings hef­ur enn ekki tekið ákvörðun um hvort ákvörðun stjórn­ar gamla Kaupþings frá 25. sept­em­ber sl., um niður­fell­ingu per­sónu­legra ábyrgða starfs­manna, standi. Eins og fram hef­ur komið í Morg­un­blaðinu höfðu starfs­menn rétt­mæt­ar vænt­ing­ar um að þeir yrðu ekki í per­sónu­legri ábyrgð fyr­ir lán­um sem þeir fengu hjá bank­an­um til hluta­bréfa­kaupa í bank­an­um sjálf­um. Voru starfs­menn ít­rekað hvatt­ir af stjórn­end­um bank­ans til að selja ekki bréf sín.

Viðar Már Matth­ías­son, pró­fess­or í lög­fræði við Há­skóla Íslands, vann ný­lega álits­gerð um þá ákvörðun stjórn­ar­inn­ar að fella niður per­sónu­leg­ar ábyrgðir starfs­manna og komst að því að hún hefði verið í sam­ræmi við lög.

Gerð voru drög að kauprétt­ar­kerfi bank­ans árið 2003 og voru þau lögð fyr­ir Fjár­mála­eft­ir­litið sem gerði eng­ar at­huga­semd­ir. Í drög­un­um var ekki gert ráð fyr­ir að starfs­menn myndu bera áhættu ef bréf bank­ans lækkuðu. Á aðal­fundi Kaupþings 2004 var samþykkt að stefna að því starfs­menn eignuðust allt að 9% hluta­fjár í bank­an­um. Í samþykkt­inni var jafn­framt áréttað að starfs­menn bæru ekki per­sónu­lega ábyrgð ef illa færi.

Þær upp­lýs­ing­ar feng­ust frá Kaupþingi að ástæða þess að eng­in ákvörðun hefði verið tek­in er að ýmis skatta­leg álita­efni er snúa ekki aðeins að starfs­fólk­inu, held­ur bank­an­um sjálf­um, eru óleyst.

Ef skuld­ir eru felld­ar niður telst íviln­un­in sem í slíku fellst skatt­skyld­ar tekj­ur á grund­velli laga um tekju­skatt nema í viss­um til­vik­um, t.d. þegar eft­ir­gjöf­in teng­ist gjaldþroti viðkom­andi ein­stak­lings eða nauðasamn­ing­um. Íviln­un sú sem fólst í ákvörðun stjórn­ar Kaupþings frá 25. sept­em­ber sl. um að fella niður per­sónu­lega ábyrgð hjá stjórn­end­um Kaupþings, sem ekki er hægt að túlka öðru­vísi en sem niður­fell­ingu skulda, fell­ur ekki und­ir slík til­vik og er því skatt­skyld á grund­velli laga um tekju­skatt.

Talið er að starfs­menn Kaupþings skuldi bank­an­um 40-50 millj­arða króna. Munu þeir starfs­menn sem í hlut eiga lík­lega þurfa að greiða 35,72% tekju­skatt af þeim ávinn­ingi sem þeir hljóta á grund­velli ákvörðun­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK