Góðgerðarfélög notuð eða misnotuð í skattaskjólum

Góðgerðarsamtök hafa á stundum verið fengin til að vera skráð eigendur (beneficial owner) félaga eða sjálfseignarsjóða í skattaskjólum. Það er líka þekkt að slík félög hafi verið skráð eigendur án vitneskju forsvarsmanna félaganna.

Í einhverjum tilvikum er þetta gert til að hylja slóð fjárfesta, sem vilja ekki að nafn þeirra sjálfra komi fram. Þá eru einnig til dæmi um að þetta fyrirkomulag sé viðhaft til að komast hjá því að greiða lögbundin gjöld. Þekkt er svokallað Rauða kross svindlið, sem meðal annars er sagt frá á heimasíðu bandaríska fjármálaráðuneytisins. Með tilvísun í Rauða krossinn er átt við hvernig góðgerðarfélög eru notuð til að koma fjármagni undan en ekki að samtökin sjálf standi að svindlinu.

Í frétt í Morgunblaðinu í gær kom fram að Rauði krossinn hefði verið skráður eigandi (beneficial owner) sjálfseignarsjóðsins Aurora, sem síðan átti félagið Zimham. Það félag átti hlutabréf í Landsbankanum á móti kaupréttum starfsmanna.

Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst er það Rauði krossinn í Panama eða Guernsey sem um ræðir.

Ekki var átt við að Rauði krossinn á Íslandi hefði átt þarna hlut að máli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK