Íslendingar kaupa helming í flugfélagi

Önnur af flugvélum Viking Airlines.
Önnur af flugvélum Viking Airlines.

Fyrrum yfirmenn í breska ferðaþjónustufyrirtækinu XL Leisure Group, sem varð gjaldþrota á síðasta ári, hafa keypt helmingshlut í sænska leiguflugfélaginu Viking Airlines, að sögn breska dagblaðsins Independent. Meðal fjárfestanna eru tveir Íslendingar.

Um er að ræða þá Phil Wyatt, stofnanda XL, Halldór Sigurðarson, fyrrum fjármálastjóra félagsins og Magnús Stephensen, sem var í stjórn XL. Félagið BPI Iceland Ltd., sem er dótturfélag  fjárfestingarfélags Black Pearl Investments, hefur keypt 50% hlut í Viking. 

Blaðið segir að Magnús hafi staðfest þetta. Áformað er að Viking muni sjá um  sólarlandaflug milli Bretlands og suðurhluta Evrópu í sumar. Félagið hefur gert samning við flugfélagið Meridian Aviation, sem er í eigu Jim Wyatts, bróður Paul Wyatts. 

Meridian hefur nýlega gert flugsamning við Kiss Flights. Það félag er rekið af  Paul Moss, fyrrum stjórnarmanni í Freedom Flights, sem var dótturfélag XL Leisure.

Independent segir að afar ólíklegt sé, að kröfuhafar í þrotabú XL Leisure fái nokkuð upp í kröfur sínar.

XL Leisure var áður í eigu Avion Group, áður Eimskips. Félagið var selt árið 2006 en ábyrgðir upp á 26 milljarða, sem Avion veitti vegna lána við söluna, féllu á Eimskip við gjaldþrot XL í fyrra.

Viking Airlines var stofnað árið 2003. Það rekur nú tvær  Boeing 737-800 flugvélar.

Heimasíða Viking

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka