Lánalína OR opnuð á ný

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/ÞÖK

Evr­ópski þró­un­ar­bank­inn (CEB) hef­ur ákveðið að opna á ný fyr­ir viðskipti við Orku­veitu Reykja­vík­ur, en þau lokuðust við hrun ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins síðastliðið haust. Með því opn­ast á ný  lánalína til arðbærra virkj­un­ar­fram­kvæmda Orku­veit­unn­ar á Hell­is­heiði.

„Íslensk fyr­ir­tæki hafa mátt búa við það frá því í byrj­un októ­ber, að er­lend­ar fjár­mála­stofn­an­ir hafa að miklu eða öllu leyti lokað á viðskipti við ís­lensk fyr­ir­tæki. Fjár­mögn­un ný­fram­kvæmda Orku­veitu Reykja­vík­ur komst í upp­nám af þess­um sök­um, jafn­vel þótt ljóst væri að tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins í er­lendri mynt tryggðu að það hefði alla burði til að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar.

Frá banka­hrun­inu hef­ur Orku­veita Reykja­vík­ur unnið náið með er­lend­um fjár­mála­stofn­un­um. Þær hafa ekki dregið burði Orku­veitu Reykja­vík­ur í efa, en hafa haldið að sér hönd­um vegna al­mennra erfiðleika á ís­lensk­um fjár­mála­mörkuðum. Stjórn CEB ákvað á fundi sín­um föstu­dag­inn 30. janú­ar að opna á ný fyr­ir lánalínu, sem bank­inn samdi um við Orku­veitu Reykja­vík­ur vegna fram­kvæmda við Hell­is­heiðar­virkj­un. Greiðslan nú nem­ur 6,4 millj­örðum króna, eins og um var samið, og er vegna þriðja áfanga virkj­un­ar­inn­ar, sem tek­inn var í notk­un síðastliðið haust," að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK