Stóraukning í smjörsölu þökkuð Johnny Rotten

Johnny Rotten í auglýsingu fyrir Country Life-smjör frá Dairy Crest.
Johnny Rotten í auglýsingu fyrir Country Life-smjör frá Dairy Crest.

Sala á smjöri frá breska matvælaframleiðandanum Dairy Crest hefur aukist um 85% þökk sé John Lyndon, aðalsöngvara Sex Pistols, sem er betur þekktur sem Johnny Rotten.

Dairy Crest tilkynnti í dag að söluaukninguna á þriðja ársfjórðungi síðasta mætti þakka að hluta stórri markaðsherferð með Johnny Rotten fyrir Country Life-smjör. Í sjónvarpsauglýsingunni fyrir smjörið segir pönk-goðsögnin: „Þetta snýst ekki um Stóra-Bretland, þetta snýst um stórt smjör.“ Dairy Crest hafði áður birt afkomuviðvörun í nóvember en tilkynnti í dag að sölutekjur væru stöðugar vegna mikillar sölu helstu vörumerkja.

Á vef breska dagblaðsins Guardian er jafnframt birtur listi yfir árangursríkustu markaðsherferðir í Bretlandi sem skörtuðu frægu fólki.

  1. Prunella Scales og Jane Horrocks fyrir Tesco
  2. Jamie Oliver fyrir Sainsbury's
  3. Stephen Fry og Hugh Laurie fyrir Alliance & Leicester
  4. Bob Hoskins fyrir BT (British Telecom) 
  5. Vic Reeves og Bob Mortimer fyrir First Direct
  6. Ian Wright, Martin Luther King, Kate Moss, Elvis, John McCarthy og Yuri Gagarin fyrir One2One
  7. Martin Clunes, Caroline Quentin, Jonah Lomu, Caprice og Jonathan Ross fyrir Pizza Hut
  8. Pauline Quirke og Linda Robson fyrir Surf
  9. George Best, Chris Eubank, Rolf Harris og Prince Naseem fyrir the Dairy Council
  10. Simpsons fjölskyldan fyrir Domino's Pizza
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK