Sala á smjöri frá breska matvælaframleiðandanum Dairy Crest hefur aukist um 85% þökk sé John Lyndon, aðalsöngvara Sex Pistols, sem er betur þekktur sem Johnny Rotten.
Dairy Crest tilkynnti í dag að söluaukninguna á þriðja ársfjórðungi síðasta mætti þakka að hluta stórri markaðsherferð með Johnny Rotten fyrir Country Life-smjör. Í sjónvarpsauglýsingunni fyrir smjörið segir pönk-goðsögnin: „Þetta snýst ekki um Stóra-Bretland, þetta snýst um stórt smjör.“ Dairy Crest hafði áður birt afkomuviðvörun í nóvember en tilkynnti í dag að sölutekjur væru stöðugar vegna mikillar sölu helstu vörumerkja.
Á vef breska dagblaðsins Guardian er jafnframt birtur listi yfir árangursríkustu markaðsherferðir í Bretlandi sem skörtuðu frægu fólki.