Viðskipti Kaupþings rannsökuð

Höfuðstöðvar Singer & Friedlander í Lundúnum.
Höfuðstöðvar Singer & Friedlander í Lundúnum.

Breskir þingmenn segjast ætla að rannsaka nánar yfirtöku Kaupþings á breska bankanum Singer & Friedlander árið 2005 en fyrrum forstjóri breska bankans sagði í yfirheyrslum þingnefndar í dag, að hann hefði varað breska fjármálaeftirlitið við Kaupþingsmönnum.

Reutersfréttastofan hefur eftir John McFall, formann sérnefndar breska fjármálaráðuneytisins, að hann ætli að skrifa fyrrum stjórnendum Singer & Friedlander bréf og leita nánari upplýsinga en Tony Shearer, fyrrum forstjóri bankans, bar fyrir nefndinni í dag að hann hefði varað fjármálaeftirlitið við því, að stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka breskan banka. 

Shearer sagði nefndinni, að hann hefði haft mestar áhyggjur af ársreikningum Kaupþings fyrir árið 2004, en þar kom fram að stjórnendur bankans hefðu tekið jafnvirði 3,1 milljarðs króna til að kaupa hlutabréf í bankanum. 

„Ég hafði miklar efasemdir um þá frá upphafi," sagði Shearer við nefndina.

Hann sagði að viðvörunarbjöllur hefðu einnig átt að hringja hjá fjármálaeftirlitinu þegar bæði yfirmaður áhættustýringar og regluvörður Kaupþings Singer & Friedlander voru seinna reknir fyrir að lýsa yfir áhyggjum sínum með það hvernig fyrirtækinu var stjórnað og sérstaklega afstöðu þess gagnvart áhættutöku.

Breska fjármálaeftirlitið sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem ítrekað var að það heimili aðeins yfirtöku á fjármálafyrirtækjum að uppfylltum kröfum og að yfirlýsingar Shearers endurspegli ekki á réttan hátt þá atburðarás sem fram fór við söluna.

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sagði í yfirlýsingu í dag, að skoða verði ummæli Shearers í því ljósi, að  fljótlega eftir yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander hafi Shearer verið sagt, að hann væri ekki í framtíðaráformum Kaupþings.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK