Eignir Baugs ekki á brunaútsölur

Lárus Finnbogason.
Lárus Finnbogason.

Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Landsbankans, segir engar brunaútsölur á eignum Baugs yfirvofandi. Skilanefndin hefur farið fram á að BG Holding, dótturfélag Baugs í Bretlandi, verði sett í greiðslustöðvun þar í landi.

Stjórnendur Baugs brugðust við þeim tíðindum í morgun með því að óska eftir greisðlustöðvun fyrir félagið við héraðsdóm Reykjavíkur. Sú beiðni verður tekin fyrir á morgun.

Lárus telur að með þessari aðgerð sé skilanefndin að bregðast við á ábyrgan hátt.

„Við erum skuldbundnir til þess að ná sem mestu virði út úr þessum eignum og á grundvelli þess tökum við allar ákvarðanir okkar. Við teljum okkar einfaldlega ná meiri verðmætum fyrir Landsbankann með þessari leið heldur þeirri hugmynd sem stjórnendur Baugs voru að vinna með."

Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, hefur í dag haldið því fram að aðgerðir skilanefndarinnar séu pólitísks eðlis og að einhverju leyti runnar undan rifjum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Lárus segist mjög undrandi á þessum yfirlýsingum og telur þær vera með ólíkindum.

„Þetta er auðvitað alveg gríðarlegt áfall fyrir hann að horfast í augu við þetta, en svona er einfaldlega staðan sem þessi félög eru komin í. Einhvern tímann verða menn að horfast í augu við staðreyndir mála."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK