Gæti fælt frá hæfileikafólk

00:00
00:00

Ákvörðun Barack Obama Banda­ríkja­for­seta um að setja hálfr­ar millj­ón dala launaþak á for­stjóra fjár­mála­fyr­ir­tækja sem hljóta op­in­bera aðstoð við að vinna sig út úr krepp­unni mæl­ist mis­jafn­lega fyr­ir hjá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Vilja ýms­ir þannig meina að ákvörðunin geti fælt hæfi­leika­fólk frá fjár­mála­geir­an­um, ásamt því að seinka end­ur­reisn hans.

„Frá okk­ar bæj­ar­dyr­um séð hef­ur ákvörðunin letj­andi áhrif á fjár­mála­fyr­ir­tæki um að leita sér aðstoðar. Það mun aðeins verða til þess að lengja viðreisn­ar­tíma­bilið,“ sagði Pat­rick O'Hare, sér­fræðing­ur hjá rann­sókna­fyr­ir­tæk­inu Bri­ef­ing.com.

Þá sagði Douglas Mc­Intyre, sem starfar hjá fjár­mála­vefsíðunni 24/​7, að tak­mörk­in gætu haft þær af­leiðing­ar að bönk­um sem eigi í vand­ræðum muni reyn­ast erfitt að halda í bestu stjórn­end­ur sín­ar. 

Ekki fylg­ir sög­unni að hvaða störf­um þetta at­gervis­fólk eigi að hverfa í því ástandi sem nú er uppi í nær öll­um hag­kerf­um heims­ins.

Há laun eru talin árangurshvetjandi á Wall Street. Deilt er …
Há laun eru tal­in ár­ang­urs­hvetj­andi á Wall Street. Deilt er um hversu há þau eigi að vera and­spæn­is fjár­mála­hrun­inu nú. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK