Jón Ásgeir kennir Davíð um fall Baugs

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.

Jón Ásgeir Jóhannesson sagði í samtali við Ríkisútvarpið að hann hefði heimildir fyrir því að Davíð Oddsson hefði gert það að skilyrði fyrir starfslokum sínum í Seðlabankanum, að Baugur færi á undan honum.

Jón Ásgeir sagði, að tímasetningin væri einkennileg með tilliti til þess hvernig ástandið væri í þjóðfélaginu og hverjir væru að láta af störfum. „Það hringdi í mig maður í gærkvöldi úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins og sagði að það hefði verið skýlaus krafa hjá Davíð Oddssyni að Baugur færi á undan honum," sagði Jón Ásgeir.

Stjórn Baugs fór í dag fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að fyrirtækinu og nokkrum dótturfélögum þess verði veitt greiðslustöðvun. Skilanefnd Landsbankans hefur einnig farið fram á það við enskan dómstól, að BG Holding, dótturfélagi Baugs í Bretlandi,  fái greiðslustöðvun.

Baugur segir í tilkynningu að farið sé fram á greiðslustöðvunina vegna þess að skilanefnd Landsbankans hafi í gær ákveðið að hætta viðræðum um mögulega endurskipulagningu Baugs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK