Norskir kaupendur fengu lán framlengt

Glitnir
Glitnir Friðrik Tryggvason

Upplýsingar um aðkomu norska tryggingasjóðs innstæðueigenda að sölu Glitnis Bank ASA, fyrrum dótturfélags Glitnis, verða birtar í ársskýrslu sjóðsins um miðjan mars að sögn Arne Hyttnes, framkvæmdastjóra hans. Sjóðurinn veitti Glitni Bank ASA lánalínu upp á fimm milljarða norskra króna, til sjö daga í kjölfar bankahrunsins á Íslandi í þeim tilgangi að verjast áhlaupi sem þá var gert var á bankann. Heimildir Morgunblaðsins herma að skilanefnd Glitnis hafi óskað eftir að fá frekari framlengingu á láninu en hafi fengið skýr skilaboð um það væri ekki í boði. Á sama tíma þrýsti norska fjármálaeftirlitið fast á að Glitnir ASA yrði seldur.

Hópur sparisjóða, undir forystu Finns Haugan framkvæmdastjóra Sparebanken SMN, keypti Glitni ASA síðan hinn 21. október á 300 milljónir norskra króna, um fimm milljarða króna.

Bankinn er í dag metinn á tvo milljarða norskra króna, eða um 34 milljarða íslenskra króna. Nýju eigendurnir fengu lánið strax framlengt um mánuð, en Haugan er einnig stjórnarformaður tryggingasjóðs innstæðueigenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK