Segja greiðslustöðvun Baugs ekki hafa áhrif í Danmörku

Verslunarhús Magasin du Nord í Kaupmannahöfn.
Verslunarhús Magasin du Nord í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Forsvarsmenn dönsku verslunarkeðjanna, sem Baugur Group á hlut í, segja að það muni ekki hafa áhrif á reksturinn þótt Baugur fari í greiðslustöðvun. Baugur á m.a. stóran hlut í verslunarkeðjunum Magasin, Illum, og Day Birger et Mikkelsen. Unnið er að sölu á Magasin í Danmörku.

„Þetta hefur engin áhrif á viðskipti Magasin vegna þess að við erum ekki með nein lán, kröfur eða inneignir á Íslandi. Danskir bankar sjá um fjármögnun og við erum því ekki háðir Baugi," segir Carsten Fensholt, fjármálastjóri Magasin við Ritzau fréttastofuna.  

Búist er við að nýir eigendur taki við eignarhlut Baugs innan tíðar. Fensholt segir, að það hafi lengi ríkt óvissa um núverandi eiganda fyrirtækisins og sú óvissa verði ekki meiri með eigendaskiptum.

Carsten Fensholt segir í viðtali við vefinn business.dk að unnið sé að því að selja Magasin í samstarfi við Straum fjárfestingabanka.

Segir hann að starfsfólk og viðskiptavinir Magasin þurfi ekki að óttast það að versluninni verði lokað.

Lisbeth Bau, fjármálastjóri Day Birger et Mikkelsen, segir við TV2 á Fjóni, að hún sjái ekki að greiðslustöðvun Baugs hafi áhrif á fyrirtækið til skamms tíma. Hins vegar kunni nýir eigendur að breyta langtímastefnu fyrirtækisins. Fundur verður í stjórn og framkvæmdastjórn Day Birger til að ræða stöðuna.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK