Straumur tapaði 105 milljörðum

William Fall, forstjóri Straums Burðaráss og Björgólfur Thor Björgólfsson stjórnarformaður.
William Fall, forstjóri Straums Burðaráss og Björgólfur Thor Björgólfsson stjórnarformaður. mbl.is/Kristinn

Tap Straums fjár­fest­inga­banka nam 699,3 millj­ón­um evra á síðasta ári. Miðað við gengi evr­unn­ar í dag eru þetta 105 millj­arðar króna. Á ár­inu 2007 nam hagnaður Straums 162,9 millj­ón­um evra. Á fjórða árs­fjórðungi nam tapið 574,5 millj­ón­um evra en bank­inn var rek­inn með hagnaði fyrstu sex mánuði árs­ins.

Tap Straums er því held­ur meira en hjá Eim­skip sem kynnti af­komu sína í síðustu viku. Reynd­ist tap Eim­skip vera 648 millj­ón­ir evra og var þá mesta tap í rekstri ís­lensks fé­lags. Þess ber að geta að upp­gjörsár­inu hjá Eim­skip lýk­ur þann 30. sept­em­ber en Straums þann 31. des­em­ber. Ef af­kom­an er bor­in sam­an við upp­gjör annarra fyr­ir­tækja á fyrri árum verður líka að taka til­lit til gengi krón­unn­ar gagn­vart upp­gjörs­mynt­um fyr­ir­tækj­anna. 

Í til­kynn­ingu frá Straumi kem­ur fram að grunn­tekj­ur, þ.e. hrein­ar vaxta­tekj­ur og hrein­ar þókn­un­ar­tekj­ur, námu 180,9 millj­ón­um evra árið 2008.  Tap af fjár­fest­ing­um nam 103,0 millj­ón­um evra. Rekstr­ar­tekj­ur voru alls 85,8 millj­ón­ir evra. Rekstr­ar­kostnaður var alls 125,8 millj­ón­ir evra.

Virðisrýrn­un lána og viðskiptakrafna nam 413,5 millj­ón­um evra. Virðisrýrn­un óefn­is­legra eigna nam 327,7 millj­ón­um evra. Þetta hef­ur ekki áhrif á lög­boðið eigið fé og sjóðstreymi, sam­kvæmt til­kynn­ingu. Tap fyr­ir skatta nam 780,6 millj­ón­um evra. Tap á hlut nam 0,073 evr­um.

Heild­ar­eign­ir 31. des­em­ber 2008 námu 3.425,6 millj­ón­um evra, sem er 52% lækk­un frá árs­byrj­un.  Eig­in­fjár­hlut­fall (CAD) var þann 31. des­em­ber 2008 16,9%. Eig­in­fjárþátt­ur A var 14,6%.

Grunn­tekj­ur námu 35,9 millj­ón­um evra á fjórða árs­fjórðungs 2008. Tap af fjár­fest­ing­um nam 4,3 millj­ón­um evra.  Rekstr­ar­tekj­ur námu 35,4 millj­ón­um evra. Rekstr­ar­kostnaður nam 33,1 millj­ón evra. Virðisrýrn­un lána og viðskiptakrafna nam 291,2 millj­ón­um evra og virðisrýrn­un óefn­is­legra eigna nam 327,7 millj­ón­um evra.  Tap eft­ir skatta nam 574,5 millj­ón­um evra á fjórða árs­fjórðungi og nær til 618,9 millj­óna evra virðisrýrn­un­ar, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Straumi.

Sterk fjár­hags­staða hef­ur komið Straumi í gegn­um erfiðleika

William Fall, for­stjóri Straums, seg­ir í til­kynn­ingu:  „Við höld­um áfram starf­semi okk­ar á sér­stak­lega erfiðum tím­um og mörkuðum. Sterk fjár­hagstaða bank­ans ásamt minni áhættu hef­ur komið okk­ur í gegn­um vax­andi erfiðleika árs­ins sem er að líða. Þess­ir leiðandi þætt­ir í stefnu okk­ar munu reyn­ast okk­ur vel í framtíðinni.

Mark­miðið er að þróa fjár­fest­inga­banka með alþjóðlega út­breiðslu og hlut­falls­lega lít­inn efna­hags­reikn­ing. Áhersl­an í starf­sem­inni er sem áður á öfl­uga ráðgjöf, miðlun og rann­sókn­ir. Samþætt­ing Te­ath­ers við Straum í London er lokið að fullu með til­komu rúm­lega 70 nýrra viðskipta­vina og sér­stak­lega styður grein­ing­ar­deild Te­ath­ers, með áherslu á meðal­stór fyr­ir­tæki, vel við starf­semi okk­ar í öðrum lönd­um. Wood og Stam­ford Partners náðu ein­stak­lega góðum ár­angri á ár­inu miðað við markaðsaðstæður og eQ hef­ur viðhaldið markaðshlut­deild sinni við erfið skil­yrði.

Afar sterk eig­in­fjárstaða hef­ur hjálpað Straumi gegn­um þetta umrót. Mjög hef­ur reynt á styrk efna­hags­reikn­ings­ins, einkum á síðasta fjórðungi árs­ins vegna á virðisrýrn­un lána og geng­is­lækk­un eigna, samt ljúk­um við ár­inu með eig­in­fjár­hlut­falli (CAD) sem er tvö­falt meira en lög­boðið lág­mark. Sterk áhættu­stýr­ing og heil­indi hafa tryggt að eng­ar færsl­ur eru á efna­hag­reikn­ingn­um sem eru skaðleg­ar fyr­ir orðspor fé­lags­ins. Með skýrri stefnu, sterk­um starfs­stöðvum og hrein­um efna­hags­reikn­ingi, mæt­um við verk­efn­um á nýju ári með ákveðni sem mun skila okk­ur að settu marki," að sögn Fall í til­kynn­ingu.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK