Norski seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína í dag um 0,5 prósentur. Verða vextirnir því 2,5%. Í yfirlýsingu segir Svein Gjedrem, seðlabankastjóri, að þessi lækkun sé nauðsynleg til að örva atvinnulífið.
„Niðursveiflan í norska hagkerfinu kann að vera dýpri og langvinnari en Noregsbanki hefur áður spáð," segir Gjedrem.
Þetta er í fjórða skipti frá því í október sem Noregsbanki lækkar vexti. Þeir voru þá 5,75%.