Afkoma Danske Bank verri en ætlað var

Danske bank við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn.
Danske bank við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Tap á rekstri Danske Bank nam 5,9 millj­örðum danskra króna á síðasta fjórðungi árs­ins 2008. Er þetta mun verri af­koma en sér­fræðing­ar höfðu vænt en flest­ir töldu að rekst­ur­inn yrði í járn­um. Bank­inn til­kynnti í morg­un, að hann myndi segja upp 350 starfs­mönn­um á næst­unni.

Á ár­inu öllu hagnaðist bank­inn um rúm­an 1 millj­arð danskra króna en árið 2007 nam hagnaður­inn 15 millj­örðum danskra króna. Fjár­fest­ar hafa að von­um ekki tekið þess­um frétt­um vel og hef­ur gengi hluta­bréfa Danske Bank lækkað um 7,3% í kaup­höll­inni í Kaup­manna­höfn í morg­un.

Fram kem­ur í dönsk­um fjöl­miðlum, að Danske Bank af­skrifaði út­lán sem námu sam­tals 9,2 millj­örðum króna á síðasta árs­fjórðungi sem er mun meira en bú­ist hafði verið við.  

Bank­inn til­kynnti að hann myndi fá 26 millj­arða danskra króna að láni hjá danska rík­inu í sam­ræmi við aðgerðaætl­un stjórn­valda til stuðnings fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Hafi eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans lækkað úr 10% í 9,2% á síðasta árs­fjórðungi.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK