Afkoma Danske Bank verri en ætlað var

Danske bank við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn.
Danske bank við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Tap á rekstri Danske Bank nam 5,9 milljörðum danskra króna á síðasta fjórðungi ársins 2008. Er þetta mun verri afkoma en sérfræðingar höfðu vænt en flestir töldu að reksturinn yrði í járnum. Bankinn tilkynnti í morgun, að hann myndi segja upp 350 starfsmönnum á næstunni.

Á árinu öllu hagnaðist bankinn um rúman 1 milljarð danskra króna en árið 2007 nam hagnaðurinn 15 milljörðum danskra króna. Fjárfestar hafa að vonum ekki tekið þessum fréttum vel og hefur gengi hlutabréfa Danske Bank lækkað um 7,3% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun.

Fram kemur í dönskum fjölmiðlum, að Danske Bank afskrifaði útlán sem námu samtals 9,2 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungi sem er mun meira en búist hafði verið við.  

Bankinn tilkynnti að hann myndi fá 26 milljarða danskra króna að láni hjá danska ríkinu í samræmi við aðgerðaætlun stjórnvalda til stuðnings fjármálafyrirtækjum. Hafi eiginfjárhlutfall bankans lækkað úr 10% í 9,2% á síðasta ársfjórðungi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK