Engin greiðslustöðvun í dag

Jón Ásgeir Jóhannesson er starfandi stjórnarformaður Baugs Group.
Jón Ásgeir Jóhannesson er starfandi stjórnarformaður Baugs Group. mbl.is/Ómar

Greiðslustöðvunarbeiðni Baugs Group Hf. og nokkurra dótturfélaga þess, meðal annars BG Holding ehf, verður ekki tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr en á morgun. Beiðnin var lögð fram á á miðvikudagsmorgun og upphaflega átti að taka hana fyrir í dag.

Hún mun því verða lögð fram á svipuðum tíma og beiðni skilanefndar Landsbankans um að BG Holding verði tekið til greiðslustöðvunar í Bretlandi fer fyrir dómara þar í landi. Það mun gerast klukkan tíu í fyrramálið. BG Holding er eignarhaldsfélag í eigu Baugs og á meðal annars Iceland Foods, House of Frasier og leikfangaverslunarkeðjuna Hamleys.

Skilanefndin vill að að BG Holding fari í greiðslustöðvun í Bretlandi þar sem hún fær þá að skipa aðstoðarmann sem færi með málefni félagsins á meðan að á henni stæði. Ef greiðslustöðvunin hér á Íslandi verður samþykkt er það skuldarinn, Baugur Group, sem ræður aðstoðarmann til að fylgjast með starfseminni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK