Engin greiðslustöðvun í dag

Jón Ásgeir Jóhannesson er starfandi stjórnarformaður Baugs Group.
Jón Ásgeir Jóhannesson er starfandi stjórnarformaður Baugs Group. mbl.is/Ómar

Greiðslu­stöðvun­ar­beiðni Baugs Group Hf. og nokk­urra dótt­ur­fé­laga þess, meðal ann­ars BG Hold­ing ehf, verður ekki tek­in fyr­ir í Héraðsdómi Reykja­vík­ur fyrr en á morg­un. Beiðnin var lögð fram á á miðviku­dags­morg­un og upp­haf­lega átti að taka hana fyr­ir í dag.

Hún mun því verða lögð fram á svipuðum tíma og beiðni skila­nefnd­ar Lands­bank­ans um að BG Hold­ing verði tekið til greiðslu­stöðvun­ar í Bretlandi fer fyr­ir dóm­ara þar í landi. Það mun ger­ast klukk­an tíu í fyrra­málið. BG Hold­ing er eign­ar­halds­fé­lag í eigu Baugs og á meðal ann­ars Ice­land Foods, Hou­se of Frasier og leik­fanga­versl­un­ar­keðjuna Ham­leys.

Skila­nefnd­in vill að að BG Hold­ing fari í greiðslu­stöðvun í Bretlandi þar sem hún fær þá að skipa aðstoðarmann sem færi með mál­efni fé­lags­ins á meðan að á henni stæði. Ef greiðslu­stöðvun­in hér á Íslandi verður samþykkt er það skuld­ar­inn, Baug­ur Group, sem ræður aðstoðarmann til að fylgj­ast með starf­sem­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK