Frumtak fjárfestir í Trackwell

Trackwell er fyrsta verkefnið sem Frumtak tekur þátt í.
Trackwell er fyrsta verkefnið sem Frumtak tekur þátt í.

Frumtak, fjárfestingasjóður í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, sex lífeyrissjóða og ríkisbankanna þriggja, hefur nú fjárfest í fyrsta skipti og keypt hlut í nýsköpunarfyrirtækinu Trackwell hf., sem sérhæfir sig í hugbúnaðargerð með sérstakri áherslu á lausnir tengdar fjarskiptum og staðsetningatækni. Trackwell hefur þróað þjónustu sem kallast Trackwell Forðastýring.

Um 300 íslensk fyrirtæki, í öllum geirum atvinnulífsins, nota nú þegar hugbúnaðinn til að stýra og hafa yfirsýn með um 2000 farartækjum og 30.000 starfsmönnum, að því er segir í tilkynningu frá Frumtaki. Trackwell hefur selt vörur og þjónustu til nítján landa í fimm heimsálfum og rekur dótturfyrirtækið Trackwell ADS í Ameríku. Mikil ánægja ríkir með fjárfestinguna hjá Trackwell, að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins, dr. Eggerti Claessen.

Frumtaki er ætlað að verða burðarás í nýsköpunar og sprotastarfsemi á næstu árum, en sjóðnum var vart hugað líf í haust þegar bankahrunið gekk yfir. Hann starfar þó enn, þrátt fyrir að upphaflegt fyrirhugað framlag bankanna hafi verið lækkað, frá þeim áformum sem voru uppi áður en viðskiptabankarnir féllu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK