Grunur um brot bankastarfsmanna

Grunur leikur á að fjármálaráðgjafar og starfsmenn bankanna hafi í ákveðnum tilvikum bent viðskiptavinum sínum á leiðir til að komast undan skattgreiðslum með notkun greiðslukorta sem gefin voru út erlendis og skuldfærð þar en notuð til úttekta á Íslandi.

Ríkisskattstjóri fékk heimild síðasta haust til að nálgast upplýsingar um hreyfingar á kortunum svo fremi sem heildarúttekt hvers korts á hverju kortatímabili næmi að minnsta kosti fimm milljónum króna. „Það er bráðabirgðaniðurstaða að korthafar hafi verið að koma sér undan skattgreiðslum í ákveðnum tilfellum,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.

Rannsóknin hefur verið umfangsmikil en eigendum verslana hefur borist bréf frá Ríkisskattstjóra þar sem upplýsinga er krafist um hvaða einstaklingar voru á bak við kort sem notuð voru. Fyrirtæki hafa einnig verið heimsótt í sama tilgangi. Í upphafi miðaðist tímabilið sem var til skoðunar við júlí 2006 til júní 2007. Tímabilið var síðar lengt til júní 2008.

„Það er alveg ljóst að eftir að Hæstiréttur veitti okkur heimild til þess að rannsaka þessar hreyfingar hefur verið lokað fyrir þessa [skatt]undanskotsleið,“ segir Skúli. Hann segir að grunur leiki á að fjármálaráðgjafar, jafnvel starfsmenn bankanna, hafi bent viðskiptavinum á þessa leið, en það hefur ekki fengist staðfest. „Ef rétt er þá er það auðvitað mjög alvarlegt og slíku verður þá vísað til skattrannsóknarstjóra,“ segir Skúli. Aðspurður hvort slík hvatning falli hugsanlega undir hlutdeild viðkomandi bankastarfsmanna og ráðgjafa í skattalagabrotum korthafanna segir Skúli að sé álitaefni sem þurfi að athuga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK