Hópmálsókn gegn Glitni

Reuters

Fjórir viðskiptavinir Glitnis í Noregi hafa höfðað mál gegn bankanum. Þeir halda því fram að þeir hafi verið blekktir til að leggja 3,6 milljónir norskra króna, rúmar 72 milljónir kr., í vafasöm viðskipti. Um 100 viðskiptavinir til viðbótar íhuga nú að taka þátt í hópmálsókninni. Þetta kemur fram á vef Dagens Næringsliv.

Lögmaður hópsins segir að bankinn hafi blekkt viðskiptavini sína. Upplýsingagjöf hafi verið ábótavant, hún hefði verið ónákvæm og röng. Hann segir að bankinn, sem er nú í eigu Sparebank 1 alliance, hefði aldrei átt að bjóða upp viðskiptavinum sínum upp á að taka þátt í slíkum viðskiptum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK