Krefjast upplýsinga um Baug

Frá verslun House of Fraser
Frá verslun House of Fraser

Breska fjármálaráðuneytið hefur óskað skýringa frá skilanefnd Landsbankans vegna greiðslustöðvunarbeiðni Baugs. Er fulltrúum bankans gert að mæta á fund í ráðuneytinu í dag. Þetta kemur fram á vef Times í dag. Þar segir að beiðni skilanefndar Landsbankans hafi magnað deilur Íslendinga og Breta á ný. 

Segir bresku ríkisstjórnina ósátta

Eins og fram hefur komið fór skilanefnd Landsbankans fram á að BG Holding, dótturfélag Baugs, færi í greiðslustöðvun í Bretlandi á þriðjudag. Er niðurstöðu við beiðninni að vænta frá breskum dómstólum innan fimm daga.

Yfirmaður í breska fjármálaráðuneytinu staðfestir í samtali við Times að skilanefnd Landsbankans hafi ekki upplýst ráðuneytið um stöðu mála. Einn þeirra sem Times ræddi við hjá ráðuneytinu segir að breska ríkisstjórnin sé ósátt við hvernig Landsbankinn hafi staðið að málum en yfirleitt sé skipaður skiptastjóri í slíkum málum.

Á vef Times kemur fram að með þessu séu störf tugi þúsunda Breta í hættu og óvíst með eignarhalda á mörgum stórum breskum verslunum, svo sem House of Fraser, Hamleys, Principles og Iceland.

Þykir líklegt að verslanirnar verði seldar í kjölfarið. Fjárfestingafélögin Alchemy og Permira eru sögð hafa áhuga á að eignast hluta af Baugi og einnig Philip Green. Jon Moulton, framkvæmdastjóri Alchemy, staðfestir áhuga sinn í samtali við Timse og Green segir að hann sé ekki á höttunum eftir því að kaupa eignir Baug. Hann eigi hins vegar peninga til þess og ef eftir því verði leitað muni hann ræða við seljendur. 

Piers Schreiber, talsmaður Landsbankans í Bretlandi segir í samtali við Times að engin lausn hafi fundist á greiðsluvanda Baugs og því hafi Landsbankinn neyðst til að fara þessa leið til að tryggja langtímahagsmuni bankans.

Katherine Wynne, sérfræðingur hjá verðbréfafyrirtækinu Investec, segist ekki telja að staða Baugs hafi mikil áhrif á starfsfólk. Málið horfi öðru vísi við nú heldur en þegar Woolworths fór í þrot.

Grein Times Online í heild

Baugur átti um 10% hlut í Woolworths.
Baugur átti um 10% hlut í Woolworths. ALESSIA PIERDOMENICO
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK