107 milljarða yfirdráttur til Tchenguiz

Robert Tchenguiz.
Robert Tchenguiz.

Kaupþing lánaði eignarhaldsfélaginu Oscatello Investments Ltd, sem er í eigu Robert Tchenguiz og er skráð á Bresku Jómfrúreyjum, 643 milljónir sterlingspunda tryggt með veði í hlutabréfum, m.a í Exista.

Yfirdráttur í gjaldeyri

Stefna gegn Oscatello Investments var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en málið er höfðað af gamla Kaupþingi til greiðslu skuldarinnar. Um er að ræða samning um „yfirdrátt í erlendum gjaldeyri á viðskiptareikningi“ sem Oscatello Investments fékk og veðin sem stóðu yfirdrættinum til tryggingar voru, auk bréfa í Exista, hlutabréf í verslanakeðjunni Somerfield, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Samningur um yfirdráttinn var gerður í desember 2007. Skráður fyrirsvarsmaður Oscatello er Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður, en hann starfaði á lögfræðisviði Kaupþings þegar samningurinn var gerður.

Kaupþing keypti Somerfield árið 2005 ásamt Apax Partners, Barclays Capital og Robert Tchenguiz á 1,1 milljarð punda. Félagið var selt í júlí í fyrra á 1,57 milljarða punda til Co-operative Group, en greiðsla barst í október sl. þegar að bresk samkeppnisyfirvöld samþykktu söluna, eftir hrun Kaupþings. Þess ber að geta að veðhafi, í þessu tilviki Kaupþing, þarf alltaf að samþykkja þegar veðsettar eignir, sem tryggja yfirdrátt eða önnur lán, eru seldar.

Í hnotskurn


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK