Alveg ljóst að innlánstrygging verði greidd

Í tölvu­pósti, sem viðskiptaráðuneytið sendi til breska fjár­málaráðuneyt­is­ins 14. ág­úst á síðasta ári, seg­ir að al­ger­lega sé ljóst sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um, að Trygg­inga­sjóður inn­lána verði að greiða inn­lán upp að 20.887 evr­um, fari svo að bank­ar fari í þrot og geti ekki greitt inni­stæðuleig­end­um.

Þess vegna muni stjórn sjóðsins ávallt leita fyr­ir sér með lán­veit­ingu komi til þess að greiða þurfi út inn­láns­trygg­ingu.

Tölvu­póst­ur­inn er svar við tölvu­pósti Cli­ve Maxwell, ráðuneyt­is­stjóra breska fjár­málaráðuneyt­is­ins, sem spurðist þann 7. ág­úst fyr­ir um túlk­un á ís­lensk­um lög­um varðandi trygg­ing­ar á inni­stæðum í ís­lensk­um bönk­um. Var þetta gert vegna þess að bresk stjórn­völd voru að fjalla um Ices­a­ve-reikn­inga Lands­bank­ans í Bretlandi.

Í svari ís­lenska ráðuneyt­is­ins seg­ir m.a., að ábyrgð sjóðins á inni­stæðum um­fram 20.887 evr­ur sé tak­mörkuð við það fé, sem kunni að vera í trygg­inga­sjóðnum eft­ir að búið er að greiða út lág­marks trygg­ingu. 

Frek­ari skeyta­send­ing­ar fóru fram á milli ráðuneyt­anna tveggja í kjöl­farið. Þá átti Björg­vin G. Sig­urðsson, þáver­andi viðskiptaráðherra, fund með Al­ista­ir Darling, fjár­málaráðherra Breta, í Lund­ún­um um málið í sept­em­ber og eft­ir setn­ingu neyðarlag­anna á Íslandi í októ­ber­byrj­un rædd­ust Darling og Árni M. Mat­hiesen, þáver­andi fjár­málaráðherra, við í síma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka