Ítalir grípa til bílabjargráða

Búast má við að það lifni yfir bílakirkjugörðunum á Ítalíu.
Búast má við að það lifni yfir bílakirkjugörðunum á Ítalíu. Reuters

Ítalska ríkisstjórnin hefur farið að dæmi Þjóðverja og samþykkt að greiða bíleigendum sem setja gamla og mengandi bíla í brotajárn í skiptum fyrir nýja alls 1.500 evrur, jafnvirði 220 þúsundir króna, sem uppbót fyrir þann gamla. Ítalía er þannig enn eitt landið sem freistar þess að örva bílaiðnaðinn í efnahagssamdrættinum í heiminum.

Bílaiðnaðurinn er undirstöðuatvinnuvegur á Ítalíu og Fiat, helsti bílaframleiðandinn, er stærsti vinnuveitandi landsins og stærsta iðnfyrirtækjasamsteypan.

Ítalía hefur horft upp á nýskráningu bílaum dragast saman þriðjung í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. Líkt og aðrir evrópskir bílaframleiðendur hefur Fiat brugðist við með tímabundum uppsögnum til að mæta samdrættinum.

Ítalía fetar þar með í fótspor Breta, Frakka og Þjóðverja í því að koma bílaframleiðendur til aðstoðar í söluhruninu.

Þjóðverjar greiða neytendum 2.500 evrur fyrir að skipta út gömlum bílum í skiptum fyrir nýja og umhverfisvænni bíla. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hyggjast funda í mars um sameiginlegt átak ríkjanna 27 til að örva bílasölu á öllu svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK