Seðlabanki Evrópu féll frá veðköllum

Höfuðstöðvar seðlabanka Evrópu í Frankfurt.
Höfuðstöðvar seðlabanka Evrópu í Frankfurt. Reuters

Seðlabanki Evrópu brást um mitt ár 2008 hart við því sem hann taldi vera of miklar lántökur íslenskra banka frá honum í gengum dótturfyrirtæki þeirra í myntbandalaginu. Lánin höfðu verið tekin á grundvelli reglna bankans um fyrirgreiðslu við fjármálafyrirtæki í löndum myntbandalagsins.

Fram kemur í erindi Ingimundar Friðrikssonar, seðlabankastjóra, á vef  bankans í dag, að evrópski seðlabankinn krafðist þess að íslensku bankarnir endurgreiddu á skömmum tíma verulegan hluta þeirrar fyrirgreiðslu sem þeir höfðu nýtt sér í góðri trú. Að hluta a.m.k. voru endurgreiðslurnar fjármagnaðar með innlánum í erlendum útibúum.

„Snemma í október tilkynnti Seðlabanki Evrópu um há og tafarlaus veðköll á tvo íslensku bankanna sem hefðu leitt þá umsvifalaust í þrot. Fréttir af því fóru víða. Af ástæðum sem ekki voru skýrðar féll bankinn frá veðkallinu á síðustu stundu þrátt fyrir að Seðlabanka Íslands hefði verið tjáð að slíkar ákvarðanir Seðlabanka Evrópu væru óafturkallanlegar," segir Ingimundur m.a. í erindi sínu.

Erindi Ingimundar Friðrikssonar 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka