Afskrifa tæpa þúsund milljarða

Við stofnun Nýja Kaupþings voru 935 milljarðar króna færðir á afskriftareikning. Fyrir voru 19 milljarðar á afskriftareikningi. Samtals er því gert ráð fyrir að 954 milljarðar af lánum sem veitt voru í gamla Kaupþingi fáist ekki endurgreiddir.

Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður Kaupþings í greiðslustöðvun, segir þetta vera bráðabirgðamat unnið af fjármálaráðgjafarfyrirtækinu Oliver Wyman. Fulltrúar Wyman vinna við að meta eignir og skuldir nýju viðskiptabankanna.

Í glærukynningu sem kynnt var kröfuhöfum á fundi á Nordica í fyrradag kemur fram að eigið fé Kaupþings er neikvætt um 807 milljarða. Fyrir rúmu hálfu ári var eigið fé jákvætt um 424 milljarða króna. Þetta eru umskipti upp á 1.230 milljarða króna sem hægt er að túlka sem tap bankans á hálfu ári.

Ólafur segir að væntanlegt tap á útlánum til viðskiptavina, sem sé bráðabirgðaniðurfærsla þangað til endanlegt mat liggi fyrir, skýri stóran hluta af þessum umskiptum á eiginfjárstöðu bankans. Einnig hafi verið tap á rekstri Kaupþings á þessu tímabili.

Spurður hvers konar lán þetta séu segir Ólafur að um sé að ræða lán til einstaklinga og fyrirtækja. Bæði sé um innlenda og erlenda aðila að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK