Bankabónusar rannsakaðir

Breska fjármálaráðuneytið ætlar að rannsaka bónusgreiðslur breskra banka til starfsmanna. Á vef Sunday Telegraph kemur fram að Royal Bank of Scotland sé með áform um að greiða starfsmönnum tæplega einn milljarð punda 167 milljarða króna, í bónusa, nokkrum mánuðum eftir að breska ríkið veitti bankanum neyðaraðstoð upp á 20 milljarða punda af skattfé almennings.

Fregnir af bónusgreiðslunum eru taldar eiga eftir að vekja mikla reiði meðal almennings á sama tíma og efnahagslægðin eykst í landinu. Í grein sem birt er í Sunday Telegraph segir Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, að hann ætli að láta fara fram sjálfstæða rannsókn á því hvernig bönkunum er stýrt, þar á meðal kaupaukakerfi þeirra. 

Darling segir í greininni að kaupin gerist ekki eins á eyrinni í dag og áður. Það sé allra hagur að heiðarleiki ríki í stjórnun bankanna. Það sé rangt að verðlauna fólk sem beri ábyrgð á falli bankanna sem kostaði milljónir viðskiptavina þeirra eymd. Verðlauna eigi fyrir góðan árangur ekki þeim mistekst.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK