Verðbólga, mæld á tólf mánaða tímabili, var 24% í janúar í Íran, samkvæmt skýrslu sem íranski seðlabankinn gaf út í dag. Er þetta heldur minni verðbólga en mánuðinn á undan er hún mældist 26,4%. Í september í fyrra mældist verðbólga 29,5% í Íran.
Seðlabankastjóri Írans, Mahmoud Bahmani, stefnir að því að ná verðbólgu niður í 22% fyrir lok íranska ársins, það er 20. mars nk.