„Ísland: Land án hagkerfis"

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Ísland: Land án hagkerfis, nefnist grein sem Ársæll Valfells, prófessor við Háskóla Íslands, ritar á vef Forbes tímaritsins í dag. Segir Ársæll að þrátt fyrir efnahagskreppu og óstöðugleika í stjórnmálum þá eigi það versta enn eftir að koma. Á einu ári hafi atvinnumálin þróast frá því að hér hafi vinnuafl verið sótt til útlanda í 10% atvinnuleysi. 

Ársæll fer ofan í saumana á aðgerðum breskra yfirvalda gagnvart Landsbankanum og íslenska ríkinu varðandi Icesave reikninga bankans og tekur fram að bresk stjórnvöld hafi á sínum tíma ekki haft neitt á móti því að innheimta allt að 40% skatt af innistæðum á reikningum Icesave. Bresk stjórnvöld hafi hirt hagnaðinn en íslenskir skattgreiðendur hafi þurft að bera alla áhættuna.

Grein Ársæls „Iceland: The Land Without An Economy“ í heild


Ársæll Valfells
Ársæll Valfells
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK