Heildarviðskipti með skuldabréf í Kauphöllinni í janúar voru þau mestu í einum mánuði síðan að bankanhrunið varð í byrjun október. Þetta kemur fram í janúaryfirliti Kauphallarinnar. Viðskipti með skuldabréf námu alls 195 milljörðum króna.
Heildarviðskipti með hlutabréf námu þremur milljörðum króna, eða um 149 milljónum króna á dag. Þar var Saga Capital með mesta hlutdeild kauphallaraðila með 24,7 prósent. Nýju bankarnir þrír komu þar næst með 15-16,9 prósent hlutdeild.
Á skuldabréfamarkaðinu var Nýji Glitnir hins vegar með mesta hlutdeild kauphallaraðila, eða 22,1 prósent. Straumur Burðarás (21,8 prósent), MP Banki (18,4 prósent) og Nýji Kaupþing banki (15,3 prósent) komu þar næst.
Þá var metvelta í viðskiðtum með finnskar afleiður en 2,951,830 slíkir samningar voru gerðir í janúarmánuði. Fyrra metið var frá apríl 2004.