IMF lán Úkraínu í uppnámi

Viktor Jútsjenkó, forseti Úkraínu. Landið glímir við mikla efnahagskreppu um …
Viktor Jútsjenkó, forseti Úkraínu. Landið glímir við mikla efnahagskreppu um þessar mundir. Reuters

Ukraína gæti orðið af því að fá annan hluta þess láns sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) ætlaði að lána landinu til að hjálpa því í yfirstandandi efnahagsþrengingum. Ástæðan er sú að Úkraína hefur ekki náð þeim efnahagslegu markmiðum sem landið átti að ná til að fá annan hluta lánsins greiddan.

IMF samþykkti að lána Úkraínu 16,4 milljarða dali, rúmlega 1.800 milljarða íslenskra króna, í nóvember síðastliðnum. Annar hluti lánsins, 1,9 milljarðar dala, átti að berast innan skamms.

Roman Zhukovsky, yfirmaður efnahagsskrifstofu Viktors Jútsjenkó forseta landsins, lét hins vegar hafa eftir sér í dag að þar sem Úkraína myndi ekki standa við ákveðnar skuldbindingar í samkomulaginu við IMF þá væri erfitt að treysta á að næsta greiðsla frá sjóðinum myndi berast. Hann bar hins vegar til baka sögusagnir um að IMF hefði farið fram á að Úkraína greiddi til baka þá 4,5 milljarða dala sem landið fékk frá sjónðum í nóvember.

Efnahagsástandið í Úkraínu er mjög slæmt um þessar mundir. Virði gjaldmiðils landsins hefur helmingast gagnvart bandaríkjadal á síðasta hálfa árinu og verðbólga er yfir 22 prósent á ársgrundvelli. Þá reikna hagfræðnigar með því að þjóðarframleiðsla Úkraínu muni dragast saman um nokkur prósent á þessu ári.

Rússneska fjármálaráðuneytið tilkynnti í gær að það væri tilbúið að lána Úkraínu alltað fimm milljarða dala til að brúa fyrirsjáanlegan fjárlagahalla landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK