Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls sem rekur álverið á Grundartanga og stefnir á byggingu álvers við Helguvík á Suðurnesjum, hefur nú ákveðið að loka álveri sínu í Ravenswood í Vestur Virginíu í Bandaríkjunum.
Þetta tilkynnti fyrirtækið þann fjórða þessa mánaðar, en álverið í Ravenswood hefur verið starfrækt í 51 ár. Ástæðan fyrir lokuninni er sögð lækkandi álverð og hækkandi rekstrarkostnaður. Century rekur enn álver sín á Grundartanga og í Kentucky.
Greint er frá þessu á vefútgáfu Forbes tímaritsins.