Eignir Baugs um 10% skulda

Leikfangaverslunin Hamleys er meðal eigna Baugs í Bretlandi.
Leikfangaverslunin Hamleys er meðal eigna Baugs í Bretlandi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Áætlað er að Baugur skuldi Landsbankanum, Kaupþingi og Glitni yfir einn milljarð punda, eða um 166 milljarða króna. Heimildir innan bankanna áætla að söluvirði eigna Baugs muni einungis duga fyrir um 10 prósent skuldanna, verði þær seldar við núverandi markaðsaðstæður. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein á vef breska dagblaðsins Guardian í gær.

Segir í greininni frá því að Landsbankinn hafi óskað eftir greiðslustöðvun Baugs í síðustu viku, til að koma í veg fyrir sölu eigna án samþykkis bankans. Hann hafi þó heitið því að halda ekki brunaútsölu á þeim eignum Baugs sem er á forræði hans og enn hafi engar þeirra verið seldar. Kaupendur bíði þó færis, m.a. viðskiptajöfrarnir Sir Philip Green og Jon Moulton. Þá segir blaðið að nokkur stjórnunarteyma einstakra fyrirtækja Baugs hafi áhuga á að kaupa fyrirtæki sín út úr samsteypunni en skortur á lánsfé aftri þeim í því.

Þá segir frá því að í gær hafi Baugur afhent skilanefnd PricewaterhouseCoopers lyklana að höfuðstöðvum sínum við New Bond Street í Lundúnum. Aðeins fimm af 30 starfsmönnum skrifstofunnar hafi haldið vinnu sinni en þeir sem voru látnir fara hafi aðeins fengið viku uppsagnarfrest greiddan. Ekki sé ljóst hvort Jón Ásgeir Jóhannesson og Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Baugs í Bretlandi verði áfram á launaskrá Baugs. Hins vegar haldi þeir stöðum sínum í nokkrum undirfyrirtækjum samsteypunnar.

 Grein Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka