Segir að verðtrygging auki ekki á vanda peningamálastefnunnar

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Í mörgum löndum glíma seðlabankar við þann vanda að peningastefnan hefur lítil áhrif á langtímavexti. Ekki hefur verið bent á trúverðugar ástæður fyrir því að verðtrygging auki þennan vanda. Þetta kemur fram í greininni Verðtrygging og peningastefna eftir Ásgeir Daníelsson sem er fyrsta greinin sem birtist í nýju vefriti Seðlabanka Íslands Efnahagsmálum.

Ef verðbólguhorfur eru mjög óvissar er verðtrygging forsenda fyrir framboði langtímalána. Við slíkar aðstæður skiptir verðtrygging oft miklu fyrir skilvirkni fjármagnsmarkaða og ætti að auka virkni peningastefnunnar og vinna gegn verðbólgu.

„Mikill munur er á áhrifum fastra vaxta og breytilegra vaxta á eftirspurn eftir lánsfé. Ef peningastefnan hefur áhrif á fasta raunvexti til langs tíma ætti hún að hafa meiri áhrif á eftirspurn eftir lánsfé heldur en samsvarandi hækkun raunvaxta af langtímalánum með breytilegum vöxtum. Hækkun breytilegra vaxta umfram verðbólgu hækkar hins vegar greiðslubyrði af slíkum lánum umfram greiðslubyrði af verðtryggðum lánum með fasta vexti og dregur úr eftirspurn eftir öðrum vörum einkum ef aðgengi fólks að fjármagni er takmarkað.

Verðtrygging og jafngreiðslufyrirkomulag jafna endurgreiðslubyrðina yfir tíma. Jafnari greiðslubyrði er oftast hagkvæm fyrir lántaka og lánveitendur, einkum ef mikil óvissa er um verðbólgu og þar með dreifingu greiðslubyrðarinnar eins og alla jafna er þegar verðbólga er nokkur.

Hins vegar leiðir af jafnari dreifi ngu greiðslubyrðarinnar að ný útlán verða lægra hlutfall af útistandandi lánum á hverju tímabili. Hrein eignamyndun verður einnig hægari. Ef peningastefnan virkar með því að hafa áhrif á framboð á nýjum lánum er svigrúm hennar þó nokkru meira í ríkjum þar sem langtímalán bera nafnvexti og afborganir eru jafnar," að því er segir í grein Ásgeirs.

Greinin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK