Þrot Baugs yrði þungt högg fyrir sparisjóðina

Héraðsdómur Reykjavíkur veitti Baugi Group þriggja vikna greiðslustöðvun í gær.
Héraðsdómur Reykjavíkur veitti Baugi Group þriggja vikna greiðslustöðvun í gær. mbl.is/RAX

Óör­ugg­ar veðkröf­ur ís­lenskra lán­veit­enda á Baug Group nema 51 millj­arði ís­lenskra króna, sam­kvæmt Proj­ect Sunrise, sér­stakri skýrslu um end­ur­reisn Baugs. Hér er um að ræða lán annarra en föllnu bank­anna þriggja.

Stefán H. Hilm­ars­son, fjár­mála­stjóri Baugs, seg­ir að veðkröf­ur lán­veit­enda Baugs á síðari veðrétt­um séu flokkaðar „óör­ugg­ar" í Proj­ect Sunrise, þrátt fyr­ir að trygg­ing­ar séu í reynd til staðar, þar sem veðin hafi rýrnað tölu­vert í verði eft­ir banka­hrunið.

Meira en þriðjung­ur hinna óör­uggu krafna eru vegna skulda Baugs við tengda aðila eins og Landic Property, Fons og Stoðir. Nema þær sam­tals 131,4 millj­ón­um punda, eða 19,3 millj­örðum króna.

Nán­ar er fjallað um þetta í Morg­un­blaðinu á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK