Þrot Baugs yrði þungt högg fyrir sparisjóðina

Héraðsdómur Reykjavíkur veitti Baugi Group þriggja vikna greiðslustöðvun í gær.
Héraðsdómur Reykjavíkur veitti Baugi Group þriggja vikna greiðslustöðvun í gær. mbl.is/RAX

Óöruggar veðkröfur íslenskra lánveitenda á Baug Group nema 51 milljarði íslenskra króna, samkvæmt Project Sunrise, sérstakri skýrslu um endurreisn Baugs. Hér er um að ræða lán annarra en föllnu bankanna þriggja.

Stefán H. Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs, segir að veðkröfur lánveitenda Baugs á síðari veðréttum séu flokkaðar „óöruggar" í Project Sunrise, þrátt fyrir að tryggingar séu í reynd til staðar, þar sem veðin hafi rýrnað töluvert í verði eftir bankahrunið.

Meira en þriðjungur hinna óöruggu krafna eru vegna skulda Baugs við tengda aðila eins og Landic Property, Fons og Stoðir. Nema þær samtals 131,4 milljónum punda, eða 19,3 milljörðum króna.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK