Vísa ásökunum um óeðlilegan rekstur á bug

Merki Teymis.
Merki Teymis.

Teymi mótmælir harðlega fullyrðingum um að félagið hafi staðið óeðlilega að rekstri Tals. Fullyrðingar um að Teymi hafi hlutast til um verkefni stjórnar eftir að fulltrúar Samkeppniseftirlitsins tóku þar sæti eru stórlega orðum auknar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Teymi.

Hún er eftirfarandi:

„Vegna frétta um úrsögn fulltrúa Samkeppniseftirlitsins úr stjórn Tals vill Teymi hf., eigandi 51% hlutar í Tali, koma eftirfarandi á framfæri:

Teymi mótmælir harðlega fullyrðingum um að félagið hafi staðið óeðlilega að rekstri Tals. Fullyrðingar um að Teymi hafi hlutast til um verkefni stjórnar eftir að fulltrúar Samkeppniseftirlitsins tóku þar sæti eru stórlega orðum auknar.  Einu afskipti Teymis af stjórnarsetu hinna óháðu stjórnarmanna fólust í áréttingu félagsins um að lögum væri fylgt í hvívetna (sjá meðfylgjandi bréf).

Deilurnar sem verið hafa í eigendahópi Tals eru hluthafadeilur og snúast ekki um samkeppnislegt sjálfstæði Tals.  Við stofnum félagsins var samið um að Teymi gæti á þessu ári keypt hlut minnihlutaeigenda á tilteknu verði, sem tæki mið af rekstrarárangri félagsins.  Í ljósi breyttra rekstraraðstæðna er útlit fyrir að minnihlutaeigendur fái einungis brot af því verðmæti sem þeir stefndu að.  Teymi lítur svo á, að sú staðreynd sé orsök deilnanna enda hafi samkeppni á fjarskiptamarkaði aldrei verið meiri en eftir stofnun Tals á síðasta ári.

Fyrrverandi forstjóra Tals, sem enn situr í stjórn félagsins í umboði minnihlutaeigenda, var vikið úr starfi í desember sl. fyrir alvarleg brot á skyldum sínum.  Fullyrðingar um að brottvikning hans og ráðning nýs forstjóra hafi verið ólögmæt eru rangar. Sá úrskurður Fjármálaráðuneytisins, sem vísað hefur verið til í því samhengi, hefur  verið afturkallaður af ráðuneytinu auk þess sem hann kvað ekki á um lögmæti brottvikningarinnar.

Teymi harmar að minnihlutaeigendur í Tali skuli hafa valið að útkljá hluthafadeilur með því að draga ítrekað úr trúverðugleika Tals, stjórnenda og starfsmanna félagsins. “


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK