39 fasteignum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu

mbl.is

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 6. febrúar til og með 12. febrúar 2009 var 39. Þar af voru 28 samningar um eignir í fjölbýli, 6 samningar um sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.129 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 11 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 6 samningar um eignir í fjölbýli, 4 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 226 milljónir króna og meðalupphæð á samning 20,5 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þeir voru allir samningar um eignir í fjölbýli. Heildarveltan var 46 milljónir króna og meðalupphæð á samning 11,6 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um eign í fjölbýli og 3 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 102 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,5 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK