Gengi krónunnar breyttist ekki í dag og er gengisvísitalan 194 stig líkt og í gær. Gengi Bandaríkjadals er 113,44 krónur, pundið 163,61 króna, danska krónan er 19,66 krónur og evran er 146,50 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.