Panama-svikamylla starfrækt á Íslandi

Fjárfestingarfélagið Finanzas Forex er með skrifstofu að Síðumúla
Fjárfestingarfélagið Finanzas Forex er með skrifstofu að Síðumúla mbl.is/Árni Sæberg

Fjárfestingarfélagið Finanzas Forex (FF), sem starfar hér á landi undir nafninu FFX.is, hefur verið bannað af fjármálaeftirlitinu í Quebec í Kanada og þá hafa svipaðar eftirlitsstofnanir á Spáni, Austurríki og Frakklandi varað við fyrirtækinu. Er svo komið að á vefsíðu móðurfélagsins segir að ekki sé lengur tekið við viðskiptavinum frá Evrópusambandinu.

Í fyrrahaust sendi íslenska Fjármálaeftirlitið (FME) frá sér yfirlýsingu varðandi FF, þar sem kemur fram að FME hafi hvorki veitt Finanzas Forex leyfi til að sinna starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki né sé kunnugt um að fyrirtækið hafi slíkt starfsleyfi innan EES. Þá tekur FME fram að eingöngu fyrirtæki með slíkt starfsleyfi megi taka við fjármunum frá almenningi eða veita þjónustu með fjármálagerninga eins og gjaldmiðlaskiptasamninga.

Við lestur íslensku vefsíðunnar, www.ffx.is, hringja óneitanlega margar viðvörunarbjöllur. Í fyrsta lagi er fjárfestum lofað hærri ávöxtun því meira fé sem þeir leggja inn í fyrirtækið. Allir sem þekkja til markaða vita að hlutfallsleg ávöxtun er ekki að neinu leyti tengd stærð höfuðstóls. Styrkist dalurinn um 3% gagnvart krónu þýðir það að eigendur dollara hafa hagnast um 3%, hvort sem þeir hafa fjárfest fyrir 1.000 krónur eða 100.000 krónur.

Í öðru lagi er fullyrt að FF hafi fengið staðfestingu á lögmæti sínu af fjármálaeftirlitinu í Panama (CNV). Á vefsíðu eftirlitsins er hins vegar að finna yfirlýsingu þar sem segir að FF hafi ekki leyfi eða viðurkenningu frá CNV og geti eftirlitið ekki mælt með félaginu eða tryggt starfsemi þess.

Á vefsíðunni er að finna upplýsingar um þá ávöxtun, sem viðskiptavinir geti vænst. Er þar haldið fram að hægt sé að ná fram 21% vöxtum á mánuði, sem jafngildir ríflega 700% ársávöxtun. Það segir sig sjálft að slík ávöxtun er ekki raunhæf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK