Stjórnarmenn í rannsókn

SPRON
SPRON

Ríkissaksóknari hefur falið efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra að rannsaka hvort stjórnarmenn í SPRON hafi gerst sekir um fjársvik þegar þeir seldu stofnfjárhluti í SPRON sumarið 2007 eftir að ákveðið hafði verið að stefna að skráningu sjóðsins á hlutabréfamarkað.

Þrír fulltrúar í stjórn SPRON seldu hluta af stofnfjárhlutum sínum eftir að stjórnin ákvað, á sumarmánuðum 2007, að stefna að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað. Samtals seldu Hildur Petersen, Ásgeir Baldurs og Gunnar Þór Gíslason stofnfjárhluti fyrir 196 milljónir að nafnvirði sem nam á milli tveggja og þriggja milljarða á þeim tíma.

Þar af var sala Gunnars Þórs, gegnum félag hans Sundagarða hf., umfangsmest eða sem nam 188 milljónum króna að nafnvirði.

Byrjunargengi bréfa í SPRON við skráningu á markað í október 2007 var 18,7.

Strax í kjölfarið fór gengið hratt lækkandi í mikilli niðursveiflu á hlutabréfamarkaði. Gengi bréfa í félaginu er nú 1,9.

Ekki var tilkynnt um sölu stjórnarmannanna opinberlega. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK