Sneri við niðurstöðu frá ríkislögreglustjóra

Sala þriggja full­trúa í SPRON sum­arið 2007 á stofn­fjár­hlut­um í sjóðnum hef­ur dregið dilk á eft­ir sér.

Frá því upp­lýst var um söl­una í þing­haldi í máli Saga Capital fjár­fest­ing­ar­banka gegn In­solidum ehf., sem er í eigu Dagg­ar Páls­dótt­ur hrl. og Ólafs Ágústs Ólafs­son­ar son­ar henn­ar, hef­ur harðlega verið deilt á söl­una af hálfu stofn­fjár­eig­enda og ekki síður Sam­taka fjár­festa, með Vil­hjálm Bjarna­son, aðjúnkt og fram­kvæmda­stjóra, sem helsta tals­mann. Ekki var skýrt frá því op­in­ber­lega að stjórn­ar­menn­irn­ir hefðu „fóðrað stofn­fjár­markaðinn“ eins og það var orðað í þing­haldi.

Eft­ir að Jó­hann­es Karl Sveins­son hrl. greindi frá söl­unni í varn­ar­ræðu í héraðsdómi hef­ur mikið vatn runnið til sjáv­ar.

Stjórn­ar­menn sem seldu stofn­fjár­hluti í SPRON sum­arið 2007 voru Hild­ur Peter­sen, sem var formaður stjórn­ar, Ásgeir Bald­urs og Gunn­ar Þór Gísla­son. Stjórn­in sjálf hafði frum­kvæði að því að upp­lýsa um söl­una eft­ir að ljóst var að fé­lag Gunn­ars Þórs, Sundag­arðar hf., hafði selt hluti fyr­ir 188 millj­ón­ir að nafn­v­irði. Hild­ur og Ásgeir seldu fyr­ir um­tals­vert minna en í heild seldu stjórn­ar­menn hluti fyr­ir 196 millj­ón­ir að nafn­v­irði. Að raun­v­irði var um að ræða tvo til þrjá millj­arða króna.

Stofn­fjár­eig­end­ur, þar á meðal Vil­hjálm­ur fyr­ir hönd smærri fjár­festa og Árni Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi þingmaður, kærðu sölu stjórn­ar­manna til rík­is­lög­reglu­stjóra. Hinn 18. des­em­ber komst sak­sókn­ari efna­hags­brota, Helgi Magnús Gunn­ars­son, að því að ekki væri til­efni til rann­sókn­ar á meint­um inn­herja­svik­um. Eins og greint var frá í Morg­un­blaðinu í gær hef­ur rík­is­sak­sókn­ari nú falið efna­hags­brota­deild­inni að rann­saka hvort sala stjórn­ar­mann­anna kunni að fela í sér fjár­svik.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK