Fjármálaráðherrar G-7 ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims, segja brýnt að koma á umbótum á alþjóðlega fjármálakerfinu. Þetta kemur fram í lokayfirlýsingu tveggja daga ráðherrafuundar ríkjanna, sem lauk í dag í Róm og jafnframt að leggja þurfi áherslu á að koma á stöðugleika á fjármálamarkaði.
Í lokayfirlýsingu fundarins segir, að alþjóðlega fjármálakreppan hafi undirstrikað grundvallar veikleika alþjóðlega fjármálakerfisins og að brýnt sé að koma á umbótum.
Þá heita ráðherrarnir því, að beita ekki viðskiptahöftum þótt efnahagsástandið versni heimafyrir. Segja þeir að slíkar viðskiptahindranir muni aðeins auka á samdráttinn í efnahagskerfi heimsins.