Ísland ætti að taka upp breska pundið

Daniel Hannan.
Daniel Hannan.

„Ef þið viljið í raun kasta íslensku krónunni þá standa ýmsir kostir til boða aðrir en evran, þar á meðal danska og norska krónan og bandaríkjadalur - og, jú, breska pundið. Þið ættuð að hugsa ykkur vel um áður en þið eitthvað sem þið sjáið eftir."

Þannig ávarpar breski Evrópuþingmaðurinn David Hannan Íslendinga á bloggvef blaðsins Telegraph.  Hannan situr á Evrópuþinginu fyrir Íhaldsflokkinn og hefur talsvert látið íslensk málefni til sín taka, m.a. gagnrýnt Gordon Brown, forsætisráðherra, fyrir harkaleg viðbrögð við íslenska bankahruninu.

Hannah er greinilega lítið hrifinn af Evrópusambandinu og segir í greininni í dag, að Brussel sé mikið í mun, að Íslendingar fái ekki mikinn tíma til að hugsa sig um áður en þeir sækja um aðild að ESB því eftir því sem lengri tími líði frá áfallinu, sem Ísland varð fyrir, þeim mun líklegri séu Íslendingar til að segja nei. 

Hann segir að svo virðist sem stuðningurinn á Íslandi við ESB tengist einkum gjaldmiðlinum og í raun hafi meirihluti Íslendinga alltaf verið andvígur sambandinu. ESB hafi gefið skýrt til kynna, að það myndi líta á einhliða upptöku Íslendinga á evru sem óvinveitta aðgerð. Þess vegna telji margir Íslendingar að þeir verði að ganga í ESB, nauðugir, viljugir.

„En hvað um þetta, strákar: hvers vegna takið þið ekki upp pundið? Ef þið eruð sannfærðir um að engin framtíð sé í krónunni (og ég er ekki viss um að ég sé sammála því en það er ykkar ákvörðun) þá eru aðrir gjaldmiðlar í gangi," segir Hannan og nefnir síðan fjórar ástæður þess, að sterlingspundið kunni að vera hagkvæmara fyrir Ísland en evran.

Sú fyrsta er að ef Íslendingar taki upp evruna muni gengislækkun krónunnar að undanförnu hugsanlega aldrei ganga til banka. Pundið hafi hins vegar að undanförnu fallið um 30% gagnvart evru og brúi því bilið á milli Íslands og evrusvæðisins.

Upptaka pundsins sé ekki eins dýr og aðild að ESB. Íslendingar  haldi yfirráðum yfir auðlindum sínum og þurfi ekki að greiða stórfé í sjóði Evrópusambandsins.  

Þriðja ástæðan: „Okkur líkar vel við ykkur," segir Hannan og bætir við að ólíkt mörgum ESB-ríkjum hafi Bretar aldrei séð ofsjónum yfir velgengni Íslendinga eða litið á sjálfstæði Íslands sem ógn við Evrópuþróunina. „Ermarsundseyjarnar og Mön eru í gjaldmiðilssambandi við Bretland en standa utan Evrópusambandsins. Þær eru miklu ríkari en við en okkur er alveg sama."

Fjórða ástæðan er sú, að Bretland sé stærsta viðskiptaland Íslands og 19% af útflutningi Íslendinga fari til Bretlands. Þá hafi Íslendingar  fjárfest meira á Bretlandi en í öðrum ríkjum samanlagt. Hagkerfi landanna tveggja séu því samtvinnuð. 

Grein Daniel Hannan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK