Óttast að Írland verði gjaldþrota

Frá Dublin, höfuðborg Írlands.
Frá Dublin, höfuðborg Írlands.

Fjár­hags­staða írska rík­is­ins er afar slæm og hafa sér­fræðing­ar sagt op­in­ber­lega, að hætta sé á að Írland geti ekki greitt af­borg­an­ir af er­lend­um lán­um.

Skulda­trygg­inga­álag írskra rík­is­skulda­bréfa hef­ur hækkað veru­lega að und­an­förnu og er nú 350 punkt­ar, að því er kem­ur fram í blaðinu Sunday Times í dag. Þre­faldaðist álagið næst­um því í síðustu viku.

Skulda­trygg­inga­álag ís­lenska rík­is­ins fór raun­ar yfir 900 punkta í janú­ar.

Sunday Times hef­ur eft­ir Simon John­son, fyrr­um aðal­hag­fræðingi Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, að alþjóðasam­fé­lagið verði að koma Írum til bjarg­ar, og þótt slíkt ger­ist ávallt á end­an­um, líkt og gerðist á Íslandi, sé betra og ódýr­ara að grípa strax til aðgerða. 

Írska rík­is­stjórn­in hef­ur veitt bönk­um lands­ins lands­ins ábyrgðir sem  sem svara til 220% af lands­fram­leiðslu.  Upp­hæð heild­ar­lána írska banka­kerf­is­ins er 11 sinn­um stærri en írska hag­kerfið.  Gert er ráð fyr­ir að írska ríkið taki 15 millj­arða evra að láni á þessu ári og skuld­ir rík­is­ins munu þá nema 70 millj­örðum evra, jafn­v­irði 10 þúsund millj­örðum króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka