Óttast að Írland verði gjaldþrota

Frá Dublin, höfuðborg Írlands.
Frá Dublin, höfuðborg Írlands.

Fjárhagsstaða írska ríkisins er afar slæm og hafa sérfræðingar sagt opinberlega, að hætta sé á að Írland geti ekki greitt afborganir af erlendum lánum.

Skuldatryggingaálag írskra ríkisskuldabréfa hefur hækkað verulega að undanförnu og er nú 350 punktar, að því er kemur fram í blaðinu Sunday Times í dag. Þrefaldaðist álagið næstum því í síðustu viku.

Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins fór raunar yfir 900 punkta í janúar.

Sunday Times hefur eftir Simon Johnson, fyrrum aðalhagfræðingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að alþjóðasamfélagið verði að koma Írum til bjargar, og þótt slíkt gerist ávallt á endanum, líkt og gerðist á Íslandi, sé betra og ódýrara að grípa strax til aðgerða. 

Írska ríkisstjórnin hefur veitt bönkum landsins landsins ábyrgðir sem  sem svara til 220% af landsframleiðslu.  Upphæð heildarlána írska bankakerfisins er 11 sinnum stærri en írska hagkerfið.  Gert er ráð fyrir að írska ríkið taki 15 milljarða evra að láni á þessu ári og skuldir ríkisins munu þá nema 70 milljörðum evra, jafnvirði 10 þúsund milljörðum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK