Ánægja með söluna í Svíþjóð

Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings, segist vera mjög ánægður með söluna á rekstri Kaupþings í Svíþjóð. Segir hann verðið vera mjög gott miðað við núverandi aðstæður á fjármagnsmörkuðum.

Gengið var í dag frá bindandi samkomulagi um að Ålandsbanken, sem er með höfuðstöðvar á Álandseyjum, kaupi rekstur Kaupthing Bank Sverige AB, Kaupthing Fonder AB og Alpha Asset Management Company. Kaupverðið er 414 milljónir sænskra króna, jafnvirði 5,7 milljarða íslenskra króna, og er það greitt út í hönd. Svarar það til um 50% af eigin fé Kaupthing Sverige.

Í tilkynningu frá bankanum segir, að stærstur hluti fyrirtækjalána Kaupthing Sverige sé undanskilinn í kaupunum og einnig tilteknar aðrar eignir, s.s. skuldabréf. Þessi lán og skuldabréf færast til íslenska móðurfélagsins, Kaupþings hf.  Þá verður lán, sem sænski seðlabankinn veitti Kaupthing Sverige í haust til að greiða innistæður á reikningum eftir bankahrunið á Íslandi, greitt að fullu. Þetta þýðir að efnahagsreikningur Kaupthing Bank minnkar úr 9 milljörðum sænskra króna um síðustu áramót í 5 milljarða sænskra króna.

Í tilkynningu frá Kaupthing Sverige segir að Christer Villard,  stjórnarformaður, að þessi niðurstaða sé jákvæð fyrir Ísland og Álandseyjar og sú besta hugsanlega fyrir starfsfólk Kaupthing Bank Sverige.

„Við teljum þetta ver mjög gott verð við núverandi markaðsaðstæður,“ segir Steinar Þór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK