Aðstoðarbankastjóri Englandsbanka telur að efnahagsástandið í Bretlandi muni byrja að lagast á seinni hluta þessa árs, þegar vaxtalækkanir að undanförnu verða farnar að skila sér út í allt lánakerfið. Svo skemmtilega vill til að bankastjórinn heitir herra Bean, eða herra Charles Bean.
Samtök iðnaðarins í Bretlandi hafa spáð því að verg landsframleiðsla í landinu muni dragast saman um 3,3% á þessu ári. Bean sagði á fundi landssamtaka breskra bænda hins vefar að skilyrði séu engu að síður að myndast fyrir hagkerfið til að ná sér á strik síðar á þessu ári. Slíkt sé nú þegar í pípunum.