Héðinn þurfti ekki há lán

Nýja Héðinshúsið
Nýja Héðinshúsið

Síðastliðinn föstudag var haldin vígsluhátið í nýjum húsakynnum málmiðnaðarfyrirtækisins Héðins að Gjáhellu 4, Hafnarfirði. Eru hin nýju húsakynni fyrirtækisins í iðnaðarhverfinu skammt frá álverinu í Straumsvík.

Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi S. Sveinssyni, framkvæmdastjóra Héðins, þá kostaði hið nýja hús í kringum einn milljarð króna. Segir hann að ekki hafi reynst nauðsynlegt að taka háar fjárhæðir að láni til byggingarinnar. Það stafi af því að reksturinn hafi gengið vel í gegnum árin og fyrirtækið hafi því átti nokkuð fyrir upp í byggingarkostnaðinn.

„Passað hefur verið upp á viðskiptavinina og starfsmennina,“ segir Guðmundur. „Það hefur skilað sér í góðum rekstri Héðins. Þá hefur ekki mikið verið tekið út úr fyrirtækinu.“
Kort af staðsetningu Héðins í dag
Kort af staðsetningu Héðins í dag
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK