Hrund til starfa hjá Marel

Hrund Rudolfsdóttir
Hrund Rudolfsdóttir

Hrund Rudolfsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri starfsþróunar hjá Marel Food Systems Corporate, sem er ný staða hjá fyrirtækinu. Hrund hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og fjárfestingarverkefna hjá Milestone / Moderna hf. síðan 2007.

Þar áður var Hrund framkvæmdastjóri L&H eignarhaldsfélags, 2003-2007, og framkvæmdastjóri Lyf & heilsu hf., 2003-2006. Hrund situr í stjórn Pharma Investment, hollensks eignarhaldsfélags um erlendar lyfjafjárfestingar, sem og nokkurra fyrirtækja og samtaka á Íslandi. Þeirra á meðal eru Lífeyrissjóður Verslunarmanna, LeiðtogaAuður, ÁrnasonFaktor, Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu. Hrund er með M. Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School og cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún er gift og á þrjár dætur. Hrund mun hefja störf hjá fyrirtækinu í mars n.k.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK