Græddu á falli rúblunnar

Putin er forsætisráðherra Rússlands.
Putin er forsætisráðherra Rússlands. RIA NOVOSTI

 Rússneskir bankar og önnur fyrirtæki græddu allt að 25 milljarða Bandaríkjadollara, jafnvirði hátt í 2.900 íslenskar krónur, á því að taka stöðu gegn rúblunni, gjaldmiðli Rússlands. Og þetta gerðu fyrirtækin að stórum hluta með peningum sem ríkið veitti þeim til að takast á við kreppuna í landinu.

Rúblan hefur fallið mikið að undanförnu og segir sérfræðingur hjá fyrirtækinu Renaissance Capital að bankarnir og fyrirtækin sem rússnesk stjórnvöld hafi verið að styðja við bakið á að undanförnu hafi notað hluta af þeim stuðningi til að taka stöðu gegn rúblunni. Þetta kemur fram í frétt á rússneska fréttavefnum TheMoscowTimes.com.

Í þessu samhengi má vel minnst á umræður um svipað mál hér á landi undanfarið rúmt ár. Því hefur verið haldið fram að gömlu íslensku bankarnir og ýmis önnur fyrirtæki hafi tekið stöðu gegn íslensku krónunni og átt stóran þátt í því hvað gengi hennar féll mikið á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK