Gengisvísitalan krónunnar hefur lækkað úr 194 stigum í 192 stig það sem af er degi. Þetta þýðir að gengisvísitala krónunnar hefur styrkst um 1%. Gengi evrunnar hefur lækkað gagnvart krónu í morgun og er 144,21 króna. Bandaríkjadalur er 114,10 krónur, pundið 162,46 krónur og danska krónan er 19,35 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.